Innlent

Skrifað undir klukkan hálftvö

Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu undanfarna daga.
Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu undanfarna daga. MYND/STEFÁN

Undirritun Stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar hefur verið sett klukkan hálftvö. Fyrst stóð til að skrifa undir í Þjóðmenningarhúsinu klukkan hálf eitt í dag, því var síðan frestað til hálf tvö. Þá bárust fréttir þess efnis úr Forsætisráðuneytinu að undirritunin dagist fram á daginn. Nú hefur hins vegar verið tilkynnt um að undirritunin verði í Þjóðmenningarhúsinu klukkan hálftvö.

Aðildarfélög BSRB settust á fund klukkan 11:00 í morgun þar sem niðurstaða gærkvöldsins er rædd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×