Innlent

Miðbaugs-maddaman ákærð fyrir fíkniefnasmygl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Catalina er grunuð um fíkniefnasmygl og vændisstarfsemi.
Catalina er grunuð um fíkniefnasmygl og vændisstarfsemi.

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Catalinu Mikue Ncogo fyrir innflutning á rúmlega 400 grömmum af kókaíni.

Catalina er talin tengjast tveimur belgískum konum sem voru í byrjun maí dæmdar í tíu mánaða fangelsi fyrir að flytja kókaín innvortis til landsins þann 12. apríl síðastliðinn. Þær bentu báðar á skipuleggjanda smyglsins á mynd.

Þá er Catalina jafnframt grunuð um mansal og að hafa hagnast á vændi annarra kvenna hér á landi. Slíkt er brot á 206. grein almennra hegningarlaga. Ríkissaksóknari fékk það mál einnig til meðferðar en vísaði því aftur til frekari rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Catalina er íslenskur ríkisborgari en er upphaflega frá Miðbaugs-Gíneu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×