Innlent

Sóknarbörnin eru slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari

Eysteinn Jónasson formaður sóknarnefndar Selfosskirkju segir að sóknarbörnin séu slegin yfir kærunum á hendur séra Gunnari Björnssyni fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum í sókninni.

"Þetta kom okkar öllum í opna skjöldu og verulega á óvart enda var séra Gunnar mjög vel liðinn af sóknarbörnum sínum," segir Eysteinn í samtali við Vísir.is

Eysteinn vísar að öðru leyti á Biskupstofu með upplýsingar um málið enda sé það á þeirra höndum en ekki sóknarnefndarinnar. Foreldrar stúlknanna hafi leitað til Biskupstofu og þár á bæ hafi verið teknar ákvarðanir um framvindu málsins.

Hefðbundinn fundur verður í sóknarnefnd Selfosskirkju á miðvikudag og býst Eysteinn við að málið komi til umræðu þar innan nefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×