Innlent

Dæmdur fyrir að hrinda manni þannig að hann handleggsbrotnaði

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að að hafa hrint öðrum manni þannig að hann féll og handleggsbrotnaði.

Atvikið átti sér stað árla dags í byrjun júlí í fyrrasumar á Laugaveginum. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust og var litið til þess og einnig þess maðurinn sem ráðist var á var að áreita kærustu árásarmannsins.

Maðurinn var auk fangelsisdómsins dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 150 þúsund í skaðabætur fyrir árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×