Innlent

Voru nýkomin úr hestaferð þegar skjálftinn reið yfir

Fólk á vegum Eldhesta í Hveragerði var nýkomið úr hestaferð þegar skjálftinn reið yfir um fjögurleytið í dag.

„Fólkið var nýkomið til baka þannig að það fór allt saman vel," sagði Hróðmar Bjarnason sem rekur Eldhesta. Hann segir að hestarnir hafi tekið þessu ótrúlega vel. Þeir hafi að vísu hlaupið í smá stund fyrst eftir en róast svo.

Hróðmar segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á gamla sveitabænum, en nýbyggingar hjá honum hafi staðið skjálftann nokkuð vel af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×