Innlent

IKEA hækkar ekki verð

IKEA sendi frá fréttatilkynningu í morgun þar sem það var tilkynnt að allar vörur, tæplega 3000 að tölu, sem finna má í vörulista IKEA 2008 munu ekki hækka í verði þrátt fyrir veikingu krónunnar. Uppgefið verð í vörulista IKEA hefur verið í gildi síðan í ágúst á síðasta ári og mun áfram gilda til 15. ágúst næstkomandi.

"IKEA stendur við verð sín og mun þar með halda sínu lága vöruverði eins og það birtist í vörulistanum," segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×