Innlent

Fánabrenna í mótmælum við Ráðherrabústaðinn

Fánar voru brenndir við Ráðherrabústaðinn í dag. Mynd/ Jakob Fannar Sigurðsson.
Fánar voru brenndir við Ráðherrabústaðinn í dag. Mynd/ Jakob Fannar Sigurðsson.
Efnahagsástandinu var mótmælt í Reykjavík og víðar í dag. Hörður Torfason tónlistamaður leiddi mótmæli sem hófust á Austurvelli klukkan þrjú en auk Harðar tóku til máls Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnarsambandsins og Einar Már Guðmundsson, rithöfundur.

Kolfinna Baldvinsdóttir fór einnig fyrir mótmælum sem hófust á Austurvelli klukkan fjögur undir yfirskriftinni „Rjúfum þögn ráðamanna og göngum til lýðræðis". Hópur folks gekk frá Austurveli að Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, þar sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, tók til máls, auk Ómars Ragnarssonar og Arnþrúðar Karlsdóttur

Við Tjarnargötuna voru fánar merktir Landsbankanum brenndir til kaldra kola.

Einnig var mótmælt á Akureyri og Seyðisfirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×