Innlent

Fólk utan trúfélaga ráði hvert sóknargjöld þeirra renni

MYND/KK

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að dómsmálaráðherra verði falið að endurskoða lagaákvæði um sóknargjöld þannig að fólk utan trúfélaga geti valið hvert sóknargjöld þeirra renni.

Sóknargjöld eru fjármunir sem íslenska ríkið útdeilir til þjóðkirkjusafnaða, skráðra trúfélaga og Háskólasjóðs. Fyrir þá sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna rennur gjaldið til safnaðar viðkomandi, til annarra trúfélaga fyrir meðlimi þeirra og í Háskólasjóð Háskóla Íslansds fyrir þá sem eru skráðir utan trúfélaga eða tilheyra óskráðum trúfélögum.

Kristján Þór vill að þeir síðastnefndu fái val um til hvaða háskóla sóknargjöld þeirra renna. Bent er á að lögin um sóknargjöld hafi verið sett þegar Háskóli Íslands var eini háskóli landsins en svo sé ekki lengur. Jafnframt vill Kristján Þór láta kanna hvort einstaklingar utan trúfélaga geti óskað eftir því að gjöld þeirra renni til ákveðinna líknarfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×