Innlent

Níddist á þremur stúlkum

Andri Ólafsson skrifar
Anthony Lee Bellere.
Anthony Lee Bellere.

41 árs gamall Reykvíkingur, Anthony Lee Bellere, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn þremur stúlkum á aldrinum 12 til 16 ára. Brotin áttu sér stað á heimili Anthony á árunum 2005 til 2006.

Anthony á að baki langan sakaferil. Hann hefur alls hlotið 25 refsidóma og fengið fyrir þá alls um 11 ára óskilorðsbundna fangelsisvist.

Í dómnum kemur fram að brot hans gegn stúlkunum hafi verið alvarleg, skipulögð og yfirveguð. Hann hafi ýmist nauðgað þeim, misnotað eða miðsboðið. Brotavilji hans hafi verið einbeittur og ákveðinn. Anthony neitaði sök í málinu.

Fórnarlömbum hans voru dæmdar miskabætur, alls 18 hundruð þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×