Innlent

Bónus ráðleggur fólki að birgja sig upp og kaupa íslenskt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Úr verslunum Bónuss.
Úr verslunum Bónuss.

Búast má við því að skortur verði á innfluttum vörum í Bónus á næstunni. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að aðgangur að gjaldeyri sé takmarkaður og því sjái Bónus fram á að á næstu vikum geti sú staða komið upp að ekki verði hægt að leysa út vörur.

Við ráðleggjum fólki að birgja sig upp og kaupa íslenskt. Það er það eina sem við getum sagt," segir Guðmundur í samtali við Vísi. Aðspurður hvort von væri á lausn á ástandinu í framtíðinni sagði hann að boltinn lægi hjá ríkisstjórninni.

Þegar Vísir hafði samband við Eystein Helgason, framkvæmdastjóra Kaupáss sem rekur Krónuna, sagði hann að sambærileg staða hefði ekki komið upp hjá þeim.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×