Innlent

Væri ekki borgarstjóri ef kosið yrði í dag

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon.

Frjálslyndiflokkurinn kæmi ekki manni að í borgarstjórn ef marka má skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét gera fyrir tólf dögum síðan. Þar var hringt í 600 Reykvíkinga af handahófi úr þjóðskrá.

Skoðanakönnunin leiddi einnig í ljós að 58,5 prósent borgarbúa sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust styðja gamla R-lista meirihlutann sem nú er fallinn.

Í könnuninni kom fram að Sjálfstæðisflokkurinn fengi sjö borgarfulltrúa, Samfylkingin sex og Vintri grænir tvo. Framsókn og Frjálslyndir kæmu ekki manni að.

Mun fleiri konur en karlar studdu þáverandi meirihluta eða 65,3 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×