Innlent

Landlæknir sáttur við náttúrulækningar

Matthías Halldórsson, starfandi landlæknir, segir að ekki sé hægt að gera athugasemdir við náttúrulækningar svo framarlega sem þær séu skaðlausar viðkomandi, ekki sé verið að plokka peninga af illa stöddu fólki eða ættingum þeirra og ekki sé verið að beina fólki frá hefðibundinni meðferð sem sé læknandi.

Matthías segir að margvísleg tilboð séu til um náttúrulækningar. Landlæknisembættið geti ekki haft eftirlit með öllu því sem í boði er og því verði fólk að taka upplýstar ákvarðanir fyrir sig sjálft.

Visir.is sagði í morgun frá Heiðu Björk Sturludóttur og syni hennar. Strákurinn greindist með Tourette heilkenni fyrir tæpum tveimur árum og leist Heiðu illa á þá hugmynd að setja son sinn á lyf. Hún taldi að strákurinn myndi fitna í kjölfarið og finna fyrir þunglyndiseinkennum. Heiða setti sig því í samband við homopata og ákvað að beita aðferðum náttúrulækninga við að fást við vandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×