Innlent

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir er látin

MYND/Anton Brink

Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir lést í dag á Líknardeild Landsspítalans. Ásta vakti mikla athygli fyrir hetjulega baráttu sína við krabbamein, en hún hélt úti bloggsíðu þar sem hún fjallaði á opinskáan hátt um glímuna við sjúkdóminn. Hún var útnefnd Íslendingur ársins af tímaritinu Ísafold, meðal annars fyrir að opna umræðuna um þennan banvæna sjúkdóm sem þúsundir glíma við en fáir tjá sig um. Ásta Lovísa lætur eftir sig þrjú börn.

Bróðir Ástu skýrir frá andláti hennar á bloggsíðu Ástu og segir:

„Elskuleg systir mín, Ásta Lovísa, andaðist á Líknardeild Lsp í Kópavogi fyrr í dag. Fjölskyldan vill senda þakkarkveðjur fyrir allan stuðninginn, hlýhug og falleg orð. Þið gáfuð Ástu ómetanlegan styrk í baráttu hennar.

Með fyrirfram þökk og virðingu,

Daði bróðir"

Hér má lesa bloggsíðu Ástu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×