Lífið

Róló fyrir gamla fólkið

Leikvöllur fyrir eldri borgara hefur verið opnaður í Preussen garðinum í Berlín.

Börn eru bönnuð á leikvellinum þar sem finna má sérhönnuð æfingatæki fyrir gamalmenni ásamt hefðbundnari klifurgrindum og rennibrautum.

Renate Zeumer eigandi Playfit, fyrirtækisins sem rekur völlinn, sagðist hafa fengið hugmyndina í Kína þegar hún sá hve mikil virðing gömlu fólki var sýnd þar. ,, Ég sá fólk gera æfingar í görðum og á götunni og hélt að eitthvað svipað væri sniðugt hér"

Einhverjum gamalmennanna hefur þó fundist erfitt að komast ferða sinna í garðinum. Þannig lentu tvær eldri konur í hremmingum þegar göngugrindur þeirra festust í tættum trjáberki sem var notaður til að klæða göngustíga í garðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×