Innlent

Negrastrákarnir seljast eins og heitar lummur

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar

Barnabókin Tíu litlir negrastrákar hefur selst gríðarlega vel en útgáfa bókarinnar hefur valdið  nokkru fjaðrafoki. Bryndís Loftsdóttir, sölustjóri íslenskra bóka hjá Eymundsson segir að bókin hafi selst feykilega vel um helgina og að svo virðist sem sumir standi í þeirri trú að til standi að banna bókina og ætli sér því að tryggja sér eintak í tíma.

Svo mun þó ekki vera en sumum hefur gramist endurútgáfan á þessari klassísku barnabók sem listmálarinn Muggur myndskreytti á sínum tíma. Sem stendur er bókin í sjöunda sæti á metsölulista Eymundsson en nýr listi verður gefinn út á miðvikudaginn.

Þá kemur í ljós hvort negrastrákarnir hafi náð að klifra upp listann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×