Innlent

Reyndi að smygla dópi inn á Litla-Hraun

Konan gæti nú þurft að flytja búið sitt á Litla-Hraun í einhvern tíma eftir tilraun til eiturlyfjasmygls.
Konan gæti nú þurft að flytja búið sitt á Litla-Hraun í einhvern tíma eftir tilraun til eiturlyfjasmygls. MYND/Heiða Helgadóttir

Kona á fertugsaldri, sem ætlaði að heimsækja fanga á Litla Hrauni um miðjan dag í gær, þótti hegða sér grunsamlega og kölluðu fangaverðir lögreglumenn á vettvang. Strax og í ljós kom að hún hafði komið akandi, var tekið úr henni sýni vegna gruns um að hún hefði ekið undir áhrifjum lyfja eða fíkniefna.

Síðan kom í ljós að hún hafði falið nokkuð af amfetamíni og róandi lyfjum í líkama sínum. Hún á nú yfir höfði sér ákæru fyrir margskonar brot í þessu máli, sem geta varðar heimilisfestu á Litla Hrauni um hríð.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×