Innlent

Yfirlætislegt tal að segja að meiri hagsmunir víki fyrir mini

MYND/Róbert

Það yfirlætislegt tal að halda því fram um nýhafnar hvalveiðar að meiri hagsmunir víki fyrir minni. Þetta sagði Einar K. Guðfinnssona sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í dag. Einar sagði að í hvalveiðum fælust gríðarlegir efnahagslegir hagsmunir. Bent hefði verið á að afrakstur þorskstofnsins gæti orðið allt að fimmtungi minni ef hvalastofnanir væru friðaðir.

Þá sagði Einar það næsta óumdeilt að stofnar langreyðar og hrefnu hér við land væru í góðu ásigkomulagi og benti á að mótmæli vegna vísindaveiða Íslendinga hefðu varla verið merkjanleg. Þó bæri ekki að fordæma varnaðarorð í málinu. Íslendingar þyrftu að búa sig undir viðbrögð og svara þeim með rökum. Það væri bæði réttur og skylda Íslendinga að nýta þessa auðlind.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×