Innlent

Um 40 þúsund manns í miðbænum

Lögreglan telur að um fjörutíu þúsund manns séu samankomin í miðbænum í tilefni kvennafrídagsins. Allt hefur gengið vel fyrir sig að sögn varðstjóra á vakt en tveir lögreglubílar og tveir hópar fótgangandi lögreglumanna hafa reynt að sjá til þess að allt gangi snurðulaust. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vill koma því á framfæri að það er sjúkrabíll staðsettur við gamla Landsímahúsið, ef einhver þarf á hjúkrunarþjónustu að halda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×