Innlent

Fischer fór mikinn um gyðinga

„Hver, sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ Svo segir í íslenskum hegningarlögum. Bobby Fischer lét ýmislegt ófagurt út úr sér um gyðinga á blaðamannafundi í gær, sagði þá m.a. hafa rænt sig nafni sínu, heimsmeistaratign sinni, peningum og eignum. Fréttastofan leitaði álits framkvæmdastjóra og lögfræðings Alþjóðahúss á þessum ummælum en fékk þau svör að það væri stefna Alþjóðahúss að tjá sig ekkert um Fischer að svo stöddu, hvorki ummæli hans hér á landi eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari og verður að hlíta íslenskum lögum, né annað sem hann varðar. Framkvæmdastjóri Alþjóðahúss neitaði að útskýra fyrir fréttastofunni hvað réði þeirri afstöðu að láta sig einu gilda ummæli af þessu tagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×