Sport

Loks vann Miami án Shaq

Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami Heat sem vann loks leik án Shaquille O'Neal sem er meiddur. Miami sigraði Orlando með 101 stigi gegn 98. Sacramento vann Philadelphia 101-99, Chicago Bulls lögðu Charlotte Bobcats með 94 stigum gegn 90, New York Knicks lögðu Indiana með ellefu stiga mun, 90 stigum gegn 79, og Memphis gerði sér lítið fyrir og sigraði San Antonio Spurs með 84 stigum gegn 82. Þetta var aðeins annar tapleikur Spurs á heimavelli á leiktíðinni. Joe Johnson skoraði sigurkörfu Phoenix Suns fjórum sekúndum fyrir leikslok gegn Dallas sem sigraði 124-123 í framlengdum leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×