Sport

Bryant meiddist gegn Cavaliers

LeBron James og félagar í Cavaliers sóttu Lakers heim í fyrrinótt og bauð James upp á enn einn stórleikinn, skoraði 28 stig, tók 13 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Bryant meiddist illa í leiknum og þurfti frá að hverfa strax í fyrsta fjórðungi. Í ljós kom að hann hafði tognað illa á ökkla en í gær var ekki vitað hversu lengi hann yrði frá. Lakers hafði hins vegar betur í leiknum, 98-94, þó svo að Bryant nyti ei við og var Lamar Odom stigahæstur með 24 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×