Innlent

Vaxandi klámvæðing dægurmenningar

Besti vinurinn hjálpar ungum karlmönnum að færa vinkonur þeirra úr fötunum í nýrri bjórauglýsingu sem birtist í íslenskum dagblöðum. Talskona Femínistafélagsins, Katrín Anna Guðmundsdóttir, segir þetta hluta af stöðugt vaxandi klámvæðingu íslenskrar dægurmenningar. Hún segir þetta eina af mýtunum sem félagið sé að berjast gegn, þ.e. að ekki sé í lagi að hella stelpu fulla til að ná henni í bólið. Sigurður Bernhöft sem flytur bjórtegundina inn vísar því alfarið á bug að í auglýsingunni sé verið að gefa eitthvað misjafnt í skyn eða að í henni felist klámfengin, ofbeldisfull eða karlrembuleg skilaboð. Hann segir aðrar auglýsingar herferðarinnar sýna að allt sé þetta til gamans gert. Katrín Anna tekur ekki undir að þarna séu einungis maður og kona að hafa gaman hvort af öðru. Þarna séu þrír aðilar í spilinu og það sé eins og hún viti ekki að þriðji aðilinn sé inni í myndinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×