Fleiri fréttir

Skoða að lækka lánshæfi Refresco

Matsfyrirtækið Moody's hefur tekið lánshæfiseinkunn evrópska drykkjarvöruframleiðandans Refresco Group til endurskoðunar með mögulega lækkun í huga. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að Refresco tilkynnti um fyrirhuguð kaup sín á ameríska drykkjaframleiðandanum Cott Corporation í síðustu viku.

Rosamosi í Hamleys

Guðjón Reynisson, framkvæmdastjóri leikfangaverslunarinnar Hamleys í Bretlandi, og Margrét Júlíana Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Rosamosa, undirrituðu í gær samkomulag um þróun og dreifingu á tónlistarnámskeiðum og öðrum afurðum sem byggja röð tónlistarleikja sem Rosamosi gefur út undir vörumerkinu Mussila.

Afstaða bankaráðs mun liggja fyrir síðar í sumar

Bankaráð Landsbankans hefur tekið til skoðunar erindi Vestmannaeyjabæjar og Vinnslustöðvarinnar þar sem kallað er eftir afstöðu bankaráðsins til aðgangs dómkvaddra matsmanna að nauðsynlegum gögnum til að hægt sé að meta virði stofnfjár í Sparisjóði Vestmannaeyja.

Vonar að sala á kjöti til Kína hefjist í vetur

Von er á kínverskri sendinefnd í september sem kemur hingað til að kynna sér sláturhús. Horfur eru á að hægt verði að hefja útflutning á lambakjöti til Kína í framhaldinu. Erfitt er að selja kjöt erlendis sem ekki er merkt sem íslensk.

Hótelgisting hækkað um tugi prósenta

Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir stóraukna spurn ferðamanna eftir gistirýmum skýra miklar verðhækkanir á hótelgistingu á undanförnum árum. Launahækkanir hafi einnig áhrif.

Kvika kaupir Öldu

Með kaupunum á Virðingu og Öldu verður Kvika einn umsvifamesti aðili í eignastýringu á Íslandi með um 280 milljarða króna í stýringu.

Hlutabréf Icelandair lækkað um 40%

Bréfin féllu um 3,3 prósent í verði í rúmlega 560 milljóna króna viðskiptum í gær, en alls hefur gengi bréfanna fallið um tæp sextán prósent síðustu sjö daga.

Danir bæta við sig í Össuri

Danska fjárfestingarfélagið William Demant Invest keypti í síðustu viku þrjár milljónir hluta í íslenska stoðtækjaframleiðandanum Össuri fyrir um 1,45 milljarða króna.

Icelandair skoðar Asíuflug af alvöru

"Það er í skoðun hjá okkur að fljúga til Asíu og ef við horfum fram í tímann hef ég trú á því að við eigum eftir að sjá félagið færa sig í þá áttina,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, um mögulega innreið félagsins á Asíumarkað.

Lífeyrissjóðir eignast 46% í HS Orku

Eignarhlutur íslenskra lífeyrissjóða í HS Orku mun aukast um 12,7 prósent og verða 46,1 prósent. Þetta varð ljóst í lok síðustu viku þegar samkomulag náðist á milli fagfjárfestasjóðsins ORK, sem er að mestu leyti í eigu lífeyrissjóða, og Magma Energy, dótturfélags kanadíska orkufélagsins Alterra.

Tekjur Marels ollu vonbrigðum

Tekjur Marels á öðrum fjórðungi ársins voru mun lægri en hagfræðideild Landsbankans gerði ráð fyrir og ollu vonbrigðum. Þá versnaði afkoma félagsins af fiskiðnaði, þvert á væntingar sérfræðinga hagfræðideildarinnar. Engu að síður telja þeir enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af þróuninni eigi skýringar stjórnenda Marels við rök að styðjast.

Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga

Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku.

Icelandair enn í vanda statt

Hlutabréf í Icelandair Group féllu um 7,7 prósent í verði eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Þrátt fyrir tekjuvöxt á milli ára eru enn blikur á lofti. Búast má við aukinni samkeppni.

Met í hvalaskoðun en útlit fyrir lægð í haust

Rúmlega 1.000 manns fóru í hvalaskoðun á vegum Norðursiglingar á mánudag sem er met hjá fyrirtækinu sem hefur starfað í 23 ár. Útlit er þó fyrir stöðnun og jafnvel samdrátt í haust þar sem ferðamenn stoppa nú skemur en áður á Íslandi.

Staða Marels aldrei sterkari

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, segir markaðsaðstæður góðar og pantanastöðuna sterka. Staða Marels hafi aldrei verið sterkari. Félagið landaði í byrjun mánaðarins sinni stærstu pöntun frá upphafi.

Eignir í stýringu lækkuðu um 27 milljarða

Eignir í stýringu Landsbréfa, dótturfélags Landsbankans, lækkuðu um 27 milljarða króna eða um fimmtán prósent á fyrstu sex mánuðum ársins. Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, segir að skýringuna megi að langmestu leyti rekja til mikilla sveiflna í stærð lausafjársjóða í stýringu félagsins.

Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri

Sunna Axelsdóttir lögmaður hefur verið ráðin nýr viðskiptastjóri hjá Orange Project/Regus á Akureyri þar sem hún mun halda utan um daglegan rekstur skrifstofuhúsnæðis Orange/Regus í Skipagötu 9.

Valitor varar við svikatölvupóstum

Kortafyrirtækið Valitor varar korthafa við tilraunum óprúttinna aðila til kortasvika með því að senda korthöfum tölvupóst.

Innkoma Costco er ekki úrslitaatriði

Sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna Haga og Lyfju komi ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti. Félögin séu bæði í markaðsráðandi eða mjög sterkri stöðu á sínum mörkuðum.

Launamunur kynjanna eykst

Niðurstöðurnar sýna að kynbundinn launamunur innan VR er 11,3 prósent í dag og hefur ekki dregist saman á síðustu árum.

Hagnaður Marel dregst saman

Marel hagnaðist um 18,6 milljónir evra, jafnvirði 1,94 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi 2017.

Refresco kaupir gosdrykkjarisa

Evrópski drykkjarvöruframleiðandinn Refresco Group, sem eignarhaldsfélagið Stoðir, áður FL Group, á tæplega níu prósenta hlut í, hefur ákveðið að kaupa kanadíska gosdrykkjaframleiðandann Cott Corporation.

Samskip kaupa Nor Lines sem Eimskip vildi

Samskip hafa samið um kaup á rekstri norska skipafélagsins Nor Lines AS sem er í eigu DSD Group. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki norskra samkeppnisyfirvalda. Markmiðið með kaupunum er að efla starfsemi Samskipa á norska flutningamarkaðinum.

Gjaldþrotum fækkar

Á öðrum ársfjórðungi 2017 voru 157 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta.

Sjá næstu 50 fréttir