Viðskipti innlent

Launamunur kynjanna eykst

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Konur mótmæla kynbundnum launamuni.
Konur mótmæla kynbundnum launamuni. Vísir/Ernir
Vísbendingar eru um að launamunur kynjanna sé að aukast aftur. Þetta kemur fram á vef VR en niðurstöður Launakönnunar VR 2017 voru birtar í gær.

Niðurstöðurnar sýna að kynbundinn launamunur innan félagsins er 11,3 prósent í dag og hefur ekki dregist saman á síðustu árum. Munurinn mælist meiri núna en í fyrra þegar hann var tíu prósent. Árið 2014 var kynbundinn launamunur innan VR 8,5 eða tæpum þremur prósentustigum lægri en hann mælist í dag.

Draga fór marktækt úr kynbundnum launamun á árunum eftir hrun og „vonir stóðu til að munurinn héldi áfram að minnka, en þróunin síðustu ár virðist benda til þess að launamunur kynjanna sé að aukast,“ segir í umfjöllun á vef VR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×