Viðskipti innlent

Refresco kaupir gosdrykkjarisa

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Jón Sigurðsson situr í stjórn Refresco Group.
Jón Sigurðsson situr í stjórn Refresco Group.
Evrópski drykkjarvöruframleiðandinn Refresco Group, sem eignarhaldsfélagið Stoðir, áður FL Group, á tæplega níu prósenta hlut í, hefur ákveðið að kaupa kanadíska gosdrykkjaframleiðandann Cott Corporation. Kaupverðið er 1,25 milljarðar dala sem jafngildir um 132 milljörðum króna.

Hlutabréf í Refresco, sem eru skráð á markað í Hollandi, lækkuðu um rúm tvö prósent í verði eftir að tilkynnt var um kaupin í gær.

Með kaupunum styrkir Refresco stöðu sína verulega á Bandaríkjamarkaði, sem er stærsti gosdrykkjamarkaður heims. Sameinað félag Refresco og Cott mun framleiða um tólf milljarða lítra á ári.

Um þrír mánuðir eru síðan franski fjárfestingasjóðurinn PAI Partners gerði 1,5 milljarða dala yfirtökutilboð í Refresco, en stjórn Refresco hafnaði tilboðinu og sagði það of lágt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×