Viðskipti innlent

Tafir á opnun Mathallar á Hlemmi: Smá pirringur en enginn hætt við

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Vafalaust bíða margir spenntir eftir því að geta gætt sér á því góðgæti sem mun finnast á Hlemmi Mathöll.
Vafalaust bíða margir spenntir eftir því að geta gætt sér á því góðgæti sem mun finnast á Hlemmi Mathöll. vísir/eyþór
Þó nokkur töf hefur orðið á opnun Mathallarinnar á Hlemmi sökum þess að upphaflegar framkvæmdir voru vanmetnar að sögn Ragnars Egillssonar, framkvæmdastjóra Mathallarinnar. Stefnt er að því að opna Mathöllina í ágúst.

„Við höfum verið að miða við aðra helgina í ágúst, eina sem er eitthvað óráðið þar er að fá loka úttekt frá Heilbrigðiseftirlitinu,“ segir Ragnar.

Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri ásamt Bryndí­si Sveinsdóttur, sem sér um grænmetisverslun Mathallarinnar. Vísir/Eyþór
Enginn hætt við

Ragnar segir að tíu rekstraraðilar muni vera með pláss í matarhöllinni. Enginn hafi hætt við vegna tafanna, að undanskildum einum pop up veitingastað sem átti að brúa bilið þar til einn rekstraraðilanna væri laus til að taka við sínum bás. Sá staður fann sér varanlegt heimili annarsstaðar að sögn Ragnars en þeir hafi svo sem búist við því.

„Það hafa allir staðið fastir á sínu og staðið saman í þessu,“ segir Ragnar um rekstraraðilana. Aðspurður hvort pirringur hafi látið á sér kræla varðandi töfina segir Ragnar að það sé vissulega svo.

„Jú sjálfsagt er fólk orðið pirrað og við náttúrulega líka. Þetta er náttúrulega búið að ílengjast miklu meira en áætlað var. Þetta hefur alveg komið niður á öllum, hvort sem það eru einstakir rekstraraðilar eða við sem erum að sjá um heildar batteríið,“ segir Ragnar. Hann segist ekki vita hvers vegna framkvæmdirnar hafi verið vanmetnar svo mjög.

Nokkuð fram úr kostnaðaráætlun

Vísir greindi frá því í lok maí að kostnaður væri kominn 45 milljónir umfram áætlun. Þá hefðu viðgerðir á þaki verið 35 milljónir af þessum 45 milljónum.

Aðspurður hversu mikið þeir séu komnir fram úr kostnaðaráætlun segir Ragnar að hann sé ekki með þær tölur á reiðum höndum. Líklega sé þó eitthvað búið að bætast við en að það sé ekki útséð um heildarkostnað fyrr en Mathöllin opnar.


Tengdar fréttir

Mathöllin við Hlemm fer langt fram úr áætlun

Breytingar á húsnæði Hlemms hafa nú þegar kostað Reykjavíkurborg 45 milljónum meira en áætlað var. Opna átti Mathöllina síðasta haust en iðnaðarmenn eru þar enn að störfum. Hefur tafist úr hófi fram, segir framkvæmdastjóri matarma






Fleiri fréttir

Sjá meira


×