Viðskipti innlent

WOW air eina flugfélagið sem mun rukka fyrir handfarangur í Leifsstöð

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Farþegar Wizz air mega aðeins taka með sér handfarangur um borð í vélar þeirra sem passa undir flugsætin.
Farþegar Wizz air mega aðeins taka með sér handfarangur um borð í vélar þeirra sem passa undir flugsætin. Vísir/Vilhelm
Nú er svo komið að WOW air verður eina flugfélagið sem rukkar sérstaklega fyrir handfarangur á Keflavíkurflugvelli því lággjaldaflugfélagið Wizz air, mun nú hætta að rukka sérstaklega fyrir handfarangur. Þetta kemur fram inn á vefnum turisti.is

Farþegar Wizz air mega aðeins taka með sér handfarangur um borð í vélar þeirra sem passa undir flugsætin. Greiða hefur þurft 2.200 krónur aukalega fyrir stærri töskur aðra leiðina. Ástæðan fyrir því að þeir hafa lagt þetta gjald af er sú að viðskiptavinir hafi verið ósáttir með þetta fyrirkomulag en hagnaður fyrirtækisins, sem hefur aukist undanfarið, spilar þarna einnig inn í.

Áfram þurfa farþegar að borga fyrir innritaðan farangur auk þess að borga 1.200 fyrir innritun á hefðbundinn hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×