Viðskipti innlent

Danir bæta við sig í Össuri

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Hagnaður Össurar nam þrettán milljónum dala á öðrum fjórðungi ársins.
Hagnaður Össurar nam þrettán milljónum dala á öðrum fjórðungi ársins. Vísir/Anton
Danska fjárfestingarfélagið William Demant Invest keypti í síðustu viku þrjár milljónir hluta í íslenska stoðtækjaframleiðandanum Össuri fyrir um 1,45 milljarða króna. Eignarhlutur félagsins í Össuri fór þannig yfir 45 prósent.

Danska félagið, sem er í eigu Oticon-stofnunarinnar, keypti hlutina á genginu 29,75 danskar krónur á hlut. Félagið er langsamlega stærsti hluthafi Össurar. 

Þar á eftir kemur danski lífeyrissjóðurinn ATP, sem átti um 6,2 prósenta hlut í lok síðasta árs, og þá eiga Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi – lífeyrissjóður um sex prósenta hlut. William Demant hefur bætt nokkuð við hlut sinn í Össuri það sem af er ári, úr 42,1 prósenti í 46 prósent.

Hagnaður Össurar nam þrettán milljónum dala á öðrum fjórðungi ársins og dróst saman um 13,3 prósent á milli ára, en félagið birti uppgjör fyrir tímabilið í síðustu viku. Var salan 145 milljónir dala á fjórðungnum og jókst um sex milljónir á milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×