Viðskipti innlent

Skoða að lækka lánshæfi Refresco

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Jón Sigurðsson, stjórnarmaður í Refresco
Jón Sigurðsson, stjórnarmaður í Refresco
Matsfyrirtækið Moody’s hefur tekið lánshæfiseinkunn evrópska drykkjarvöruframleiðandans Refresco Group til endurskoðunar með mögulega lækkun í huga. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að Refresco tilkynnti um fyrirhuguð kaup sín á ameríska drykkjaframleiðandanum Cott Corporation í síðustu viku.

Kaupverðið er 1,25 milljarðar dala sem jafngildir um 128 milljörðum króna og verður fjármagnað með lánsfé.

Í tilkynningu bendir matsfyrirtækið meðal annars á að kaupin muni auka skuldir Refresco til meðallangs tíma. Þó séu líkur til þess að skuldirnar fari lækkandi að tveimur árum liðnum, en Refresco hyggst auka hlutafé um 200 milljónir evra innan tólf mánaða eftir að kaupin verða að fullu frágengin.

Eignarhaldsfélagið Stoðir, áður FL Group, á 8,87 prósenta hlut í Refresco. Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group, hefur setið í stjórn drykkjarframleiðandans frá árinu 2009. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×