Viðskipti innlent

Hlutabréf í Icelandair lækka verulega

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gengi hlutabréfa í Icelandair hafa lækkað um 5,88 prósent í 456 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi.
Gengi hlutabréfa í Icelandair hafa lækkað um 5,88 prósent í 456 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi. vísir/daníel
Gengi hlutabréfa í Icelandair hafa lækkað um 5,88 prósent í 456 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi. Líklega má rekja lækkunina til niðurstöðu uppgjörs annars ársfjórðungs hjá félaginu sem birtist eftir lokun markaða í gær.

Samkvæmt uppgjörinu hagnaðist félagið um um ellefu milljónir dala á öðrum ársfjórðungi. Það samsvarar um 1,1 milljarði króna. Heiltartekjur jukust um ellefu prósent og sætanýting var 83,6 prósent. Það er auking um 2,4 prósentustig á milli ára. EBITDA var 42,3 milljónir dala, sambanborið við 53,9 miljónir í fyrra, og eiginfjárhlutfall félagsins var 34 prósent í lok júní.

Laun, launatengd gjöld og annar starfsmannakostnaður hækkuðu verulega milli ára og námu 125,8 milljónum dala samanborið við 90,5 milljónir dala á öðrum fjórðungi síðasta árs. Skýrist hækkunin af auknu umfangi og styrkingu krónunnar gagnvart Bandaríkjadal á samanburðartímabilinu, en stærstur hluti launakostnaðar félagsins er í íslenskum krónum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×