Fleiri fréttir

Ekki talið tilefni til þess að setja lög um aðskilnað

Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra telur engin hættumerki vera fyrir hendi um óheppileg tengsl á milli starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka hér á landi. Umfang fjárfestingarbankastarfsemi er lítið.

Mikilvægast að skilja hvar mesta áhættan er

Starfshópur sem fékk það hlutverk að skoða kosti og galla þess að aðskilja þessa starfsemi innan íslenskra fjármálafyrirtækja hefur skilað skýrslu sinni til fjármálaráðherra.

Vill kaupa verslanir af Kaupþingi

Breski kaupsýslumaðurinn Philip Day er sagður hafa áhuga á að kaupa fatakeðjurnar Coast, Oasis og Warehouse af Kaupþingi.

Þekkt hótelkeðja í gamla sjónvarpshúsið

Samningaviðræður standa yfir á milli Reita og alþjóðlegrar hótelkeðju. Ritað verður undir samninga síðar í sumar ef allar forsendur ganga eftir. Herbergjafjöldi verður um 120 til 160 auk verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð.

Íslenskir fjárfestar hafa augastað á Seachill

Sami hópur og keypti dótturfélag Icelandic Group í Belgíu hefur áhuga á að festa kaup á dótturfélagi Icelandic í Bretlandi. Kaupverðið gæti numið yfir tíu milljörðum króna.

N1 hækkar enn

Verð bréfanna hefur ekki verið hærra síðan í byrjun mars.

Jafnvægi að nást á fasteignamarkaði

Vísbendingar eru um að nú hægi á hækkunum á fasteignamarkaði. Fyrrverandi formaður Félags fasteignasala telur að sveitarfélögin muni koma með húsnæðismálaútspil í aðdraganda kosninga.

Lög um sjálfkeyrandi bíla eru ekki tímabær

Ráðherra nýsköpunarmála segir enn mörgum spurningum um sjálfkeyrandi bíla ósvarað. Ekki sé tímabært að undirbúa lagasetningu um slíka bíla. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, óttast hins vegar að stjórnvöld sofni á verðinum.

Hafna norsku leiðinni

Hagfræðingar efast um að hömlur á lánshlutfalli geti slegið á hækkun íbúðaverðs. Þeir segja verðhækkanir ekki hafa verið drifnar áfram af skuldsetningu. 

Íslensku tryggingafélögin mega ekki sofna á verðinum

Ör tækniþróun mun hafa mikil áhrif á íslenskan tryggingamarkað á næstu árum. Sérfræðingur segir að tryggingafélögin verði að halda vel á spöðunum ætli þau sér ekki að verða undir í samkeppni við erlend félög.

Velta N1 kemur til með að tvöfaldast

Hlutabréf í N1 ruku upp um 9,7% í verði eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á smásölurisanum Festi, sem á meðal annars Krónuna. Velta sameinaðs félags mun verða um 75 til 80 milljarðar króna. Samlegðaráhrifin eru augljós.

Hlutabréf N1 á miklu flugi eftir tilkynningu

Gengi hlutabréfa í N1 hafa rokið upp í verði við opnun markaða í dag eftir að tilkynnt var um fyrirhuguð kaup félagsins á Festi, sem rekur meðal annars verslanir Krónunnar og Elko.

Costco segir lága verðið hafa verið mistök

Við verðlögðum það í takti við það sem gengur og gerist á öðrum markaðssvæðum en, fyrir mistök, klikkuðum á að taka skilagjaldið inn í myndina, segir viðskiptastjóri Costco um lágt verð á vatni.

Virðing kaupir allt hlutafé ALDA sjóða

Verðbréfafyrirtækið Virðing hefur fest kaup á öllu hlutafé ALDA sjóða hf. og munu hluthafar ALDA, sem eru stjórnendur félagsins, koma inn í hluthafahóp Virðingar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Virðingu.

Rukkuðu 70 milljónir í Kerið

Kerfélagið hagnaðist um 30 milljónir króna í fyrra á því að rukka aðgangseyri í Grímsnesi. Um 150 þúsund ferðamenn heimsóttu Kerið og aðrir landeigendur eru byrjaðir eða í startholunum með að hefja gjaldtöku.

Byggðastofnun á hluti að 1,2 milljarða virði

Byggðastofnun á hluti í fjölmörgum fyrirtækjum á landsbyggðinni. Sumir hlutanna hafa verið í eigu stofnunarinnar í yfir áratug. Stofnuninni ber að selja hlutina svo fljótt sem kostur er. Að sögn forstjórans er áhugi fjárfesta misjafn.

Erlendu ráðgjafarnir fengu mun hærri laun

Stjórnvöld greiddu ráðgjöfum yfir 450 milljónir króna fyrir vinnu við afnám gjaldeyrishafta á árunum 2013 til 2015. Lögmannsstofa Lees C. Buchheit fékk langmest í sinn hlut. Kostnaðurinn var stundum langt umfram áætlanir.

Þetta eru vinsælustu vörurnar í Costco í Kauptúni

Óhætt er að fullyrða að Íslendingar hafi tekið bandaríska verslunarrisanum Costco opnum örmum. Verslunin opnaði í Kauptúni í Garðabæ fyrir rúmum tveimur vikum og hefur ítrekað myndast röð við verslunina af áhugasömum viðskiptavinum.

Ingólfur Bender til Samtaka iðnaðarins

Ingólfur Bender, sem var áður aðalhagfræðingur greiningardeildar Íslandsbanka, hefur verið ráðinn hagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI), samkvæmt heimildum Vísis.

Versta afkoma álvers Norðuráls frá upphafi

Álver Norðuráls á Grundartanga var rekið með um 2,4 milljarða króna tapi í fyrra. Tekjur fyrirtækisins drógust saman enda álverð ekki verið lægra síðan 2003. Forstjórinn bendir á að verðið hafi hækkað um 20 prósent frá áramótum

Félag stjórnarformanns TM hagnast um 300 milljónir

Fjárfestingafélag í eigu Örvars Kærnested, stjórnarformanns Tryggingamiðstöðvarinnar (TM), hagnaðist um 305 milljónir króna á árinu 2016, að því er fram kemur í nýjum ársreikningi Riverside Capital.

Sjá næstu 50 fréttir