Viðskipti innlent

Einn af hverjum fjórum meðlimur í Costco

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Rúmlega 60 þúsund Íslendingar eru nú greiðandi meðlimir Costco í Garðabæ. Til þess að gerast meðlimur þarf að vera orðinn 18 ára og hafa því fjórðungur Íslendinga sem náð hafa þeim aldri nú keypt aðild að Costco, tveimur vikum eftir að verslunin opnaði í Kauptúni.

Steven Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, segir þetta vera stærstu opnun fyrirtækisins í nýju landi hvað varðar aðildafjölda frá stofnun fyrirtækisins. Fyrri methafi hafi verið Melbourne í Ástralíu.

Pappas segir söluna í Costco í Garðabæ fyrstu vikurnar hafa verið „mjög mikla“ og á pari við söluna á miklu stærri markaðssvæðum eins og í Japan, Kóreu og Bretlandi. Hann vill þó ekki gefa upp fjárhæðir í því samhengi.

Sjá einnig: Velta Costco meiri en Bónuss

Einstaklingskort kostar 4800 krónur á ári og fyrirtækjakort 3800 krónur. Langstærsti hluti kaupenda er einstaklingar og má gróflega áætla að Íslendingar hafi greitt Costco næstum 300 milljónir króna í aðildargjöld.

Áður en verslunin opnaði þann 23. maí höfðu 35 þúsund aðildarkort verið seld til einstaklinga og fyrirtækja. Hefur meðlimum verslunarinnar því fjölgað um næstum 80 prósent á þeim hálfa mánuði sem liðinn er frá opnun.


Tengdar fréttir

Velta Costco meiri en Bónuss

Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×