Viðskipti innlent

Félag stjórnarformanns TM hagnast um 300 milljónir

Hörður Ægisson skrifar
Félag Örvars á 2,63 prósenta hlut í TM.
Félag Örvars á 2,63 prósenta hlut í TM.
Fjárfestingafélag í eigu Örvars Kærnested, stjórnarformanns Tryggingamiðstöðvarinnar (TM), hagnaðist um 305 milljónir króna á árinu 2016, að því er fram kemur í nýjum ársreikningi Riverside Capital.

Meirihluti hagnaðarins kemur til vegna arðstekna upp á 160 milljónir en félagið er á meðal stærstu hluthafa TM með 2,63 prósenta hlut. Þá hagnaðist félagið um liðlega 80 milljónir vegna sölu hlutabréfa og virðisbreyting hlutabréfa var sömuleiðis jákvæð um 84 milljónir. Eignir Riverside Capital voru 716 milljónir í árslok 2016 og eigið fé um 441 milljónir.

Örvar var í hópi fjárfesta sem keyptu fyrr á árinu rúmlega helmingshlut í Stoðum, áður FL Group, af Glitni og erlendum fjármálafyrirtækjum. Eina eign Stoða er evrópski drykkjarvöruframleiðandinn Refresco Gerber.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×