Viðskipti innlent

Katrín Olga selur hlut sinn og hættir sem stjórnarformaður Já

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Olga Jóhannesdóttir.
Katrín Olga Jóhannesdóttir.
Katrín Olga Jóhannesdóttir hefur selt hlut sinn í Já hf. og hætt sem stjórnarformaður félagsins. Katrín Olga hefur gegnt stjórnarformennsku hjá félaginu frá upphafi eða frá árinu 2005.

Í tilkynningu segir að núverandi eigendur hafi keypt hlut Katrínar Olgu og mun varaformaður stjórnar, Einar Pálmi Sigmundsson, taka við formennsku í stjórn félagsins.

Haft er eftir Katrínu Olgu að það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að hætta hjá Já, en að hún kveðji félagið í sátt og með þakklæti.

„Það hefur verið forréttindi að taka þátt í því ævintýri sem rekstur Já hefur verið síðustu 12 árin með öllu þessu frábæra starfsfólki. Á þessum tíma hefur félaginu verið umbreytt frá því að vera sérhæft þjónustu-fyrirtæki yfir í að vera fyrirtæki sem er drifið áfram af tækni- og markaðshugsun. Ég er á því að sífelldar umbreytingar þroski mann, nú legg ég á vit nýrra ævintýra og mun halda áfram að láta til mín taka í atvinnulífinu,“ segir Katrín Olga Jóhannesdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×