Fleiri fréttir

Ryan Taylor í þriggja leikja bann

Ryan Taylor, leikmaður ÍR, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann eftir að hafa gefið Hlyni Bæringssyni þungt höfuðhögg í leik ÍR og Stjörnunnar í vikunni en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi í málinu í dag.

Joshua: Ég lífgaði deildina við

Anthony Joshua, þungavigtarmeistari, segir að hann sé fremsti þungavigtarboxarinn í heiminum og hann hafi sett nýtt líf í deildina.

Messi að glíma við þrálát meiðsli

Lionel Messi segir að að hann sé búinn að vera að glíma við meiðsli aftan á læri í einhvern tíma en hann missti t.d. af sigri Argentínu gegn Ítalíu í gær.

Southgate: Walker og Stones spila vel saman

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Engalands, fékk töluverða gagnrýni fyrir leik liðsins gegn Hollandi í gær fyrir að velja Kyle Walker sem miðvörð í þriggja manna varnarlínu Englands en hann hefur útskýrt þá ákvörðun.

Ince: Salah ætti að vera áfram

Paul Ince, fyrrum knattspyrnumaður og leikmaður Liverpool, segir að Mohamed Salah ætti að gerast goðsögn hjá Liverpool í stað þess að fara til Barcelona eða Real Madrid.

Zlatan útilokar ekki að spila á HM

Zlatan Ibrahimovic, nýjasti leikmaður LA Galaxy, segir að hann útiloki það ekki að taka landsliðsskónna af hillunni fyrir HM í sumar.

Giggs: Bale ætti að hunsa United

Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales, segir að Gareth Bale eigi að hunsa áhuga frá Manchester United í sumar og vera áfram í herbúðum Real Madrid.

Giroud: Verð að skora fleiri mörk

Olivier Giroud, leikmaður Chelsea, segir að hann hafi búist við því að skora fleiri mörk eftir að hafa gengið til liðs við Chelsea en hann hefur gert hingað til.

Curry stigahæstur í endurkomunni│Meiddist aftur

Stephen Curry sneri til baka eftir meiðsli í gærkvöldi og skoraði 29 stig gegn Atlanta Hawks í sigri Golden State. Curry meiddist þó aftur í lok leiks og verður því aftur frá í einhvern tíma.

Hamilton verður á ráspól

Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt.

Ívar: Punglausir dómarar

Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var hundfúll út í dómarana eftir leik Hauka og Keflavíkur í kvöld sem Haukarnir töpuðu. Tapið þýðir að staðan er 2-1 í einvíginu fyrir Haukum og nú þurfa liðin að mætast aftur í Keflavík.

Guðmundur: Tapið sveið mjög mikið

Guðmundur Jónsson átti frábæran leik fyrir Keflvíkinga í kvöld er hann og hans menn lögðu Hauka í Schenker höllinni í Hafnarfirðinum, 77-80.

Ólafía þarf að bíða eftir að hafa endað á parinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í ágætum málum eftir annan hringinn á Kia Classic mótinu. Ólafía spilaði á einu höggi undir pari í dag og bíður nú frétta hvort hún komist í gegnum niðurskurðinn.

Akureyri í Olís-deildina

Akureyri er komið á nýjan leik í Olís-deild karla eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Grill 66-deildinni eftir öruggan sigur á HK í kvöld,

Valur í úrslit Lengjubikarsins

Valur er komið í úrslitaleik Lengjubikarsins 2018 eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í undanúrslitunum. Leikið var á aðalvelli Vals og höfðu Íslandsmeistararnir betur.

Heimir: Hinn dæmigerði Íslendingur er fullur bjartsýni

Heimir Hallgrímsson, þjálfari Ísland, segir að Íslendingar séu fullir bjartsýni fyrir heimsmeistaramótið en samt sem áður séu þeir einnig raunsæir. Hann segir þjóðina ekki vera hissa á að Ísland hafi komist á HM.

Strákarnir hans Lars kláruðu Ástralíu

Lars Lagerback og lærisveinar hans í norska landsliðinu unnu 4-1 sigur á Ástralíu í vináttuleik í Noregi í kvöld. Leikið var á Ullevaal í Osló.

FH fær hægri bakvörð

Hin sautján ára gamli Egill Darri Makan Þorvaldsson er genginn í raðir FH og skrifað hann undir tveggja ára samning við félagið.

LA Galaxy staðfesti Zlatan

Bandaríska liðið LA Galaxy staðfesti komu sænska framherjans Zlatan Ibrahimowic á Twitter síðu sinni í dag.

43 marka tvíeyki ekki með Argentínu á HM

Landsliðsþjálfari Argentínu, Jorge Sampaoli, telur ólíklegt að markahrókarnir Paulo Dybala og Mauro Icardi fái að fara með á HM í Rússlandi þar sem Argentína mætir Íslandi í fyrsta leik.

Orri Sigurður til Ham-Kam

Orri Sigurður Ómarsson er genginn til liðs við norska 1. deildarliðið Ham-Kam á láni.

Íslensku stelpurnar upp um eitt sæti

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta færir sig upp um eitt sæti á styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem gefinn var út í dag.

Lýkur valdatíð Suðurnesjamanna í kvöld?

Suðurnesjamenn virðast einstaklega góðir í körfubolta ef marka má gengi liðanna af Reykjanesi síðustu ár og áratugi í íslenskum körfubolta. Nýtt blað í íslenskri körfuboltasögu gæti verið skrifað í dag og þá sögu vilja Suðurnesjamenn líklegast ekki skrifa.

Selfoss kærir leik ÍBV og Fram

Handknattleiksdeild UMF Selfoss hefur kært framkvæmd leiks Fram og ÍBV í loka umferð Olís deildar karla sem fram fór á miðvikudag. Stjórn handknattleiksdeildar gaf út yfirlýsingu þess efnis í dag.

Helgi Magnússon snýr aftur í KR

Helgi Már Magnússon er á leiðinni aftur til Íslands og mun spila með KR það sem eftir lifir úrslitakeppninni. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR og formaður meistaraflokksráðs karla, í samtali við Vísi í dag.

Dómaranefnd kærði brot Ryan Taylor

Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið í samræmi við dómara leiks ÍR og Stjörnunnar í gærkvöld að kæra atvik sem átti sér stað í þeim leik þar sem Ryan Taylor virtist slá Hlyn Bæringsson í höfuðið.

Sjá næstu 50 fréttir