Enski boltinn

Ince: Salah ætti að vera áfram

Dagur Lárusson skrifar
Mohamed Salah
Mohamed Salah vísir/getty
Paul Ince, fyrrum knattspyrnumaður og leikmaður Liverpool, segir að Mohamed Salah ætti að gerast goðsögn hjá Liverpool í stað þess að fara til Barcelona eða Real Madrid.

Salah hefur farið á kostum í liði Liverpool í vetur og hefur skorað hvorki meira né minna en 36 mörk í 41 leik í öllum keppnum. Frammistaða hans hefur vitaskuld fengið mikla athygli og hefur hann verið orðaður við stórlið á borð við Real Madrid síðustu vikurnar.

„Ekki misskilja mig, það er alltaf erfitt að hunsa það þegar stærstu liðin eru á eftir þér. Það er erfitt að hunsa Barcelona og Real Madrid eins og við sáum með Coutinho og Suarez. En Salah ætti að vera áfram hjá Liverpool,“ sagði Ince.

„Liverpool er lið sem er á uppleið undir stjórn Klopp, eru hægt og rólega að verða frábært lið á nýjan leik og eru að spila frábærlega í Meistaradeildinni.“

„Ef Salah verður áfram hjá Liverpool þá gæti hann verið hluti af liði sem vinnur stóran bikar á næsta tímabili þar sem hann verður stórstjarnan.“

Þrátt fyrir mikla aðdáun á Egyptanum vill Ince þó draga úr samanburði á honum og Lionel Messi.

„Það er aðeins liðið eitt tímabil þar sem hann hefur verið að spila svona rosalega vel. En ef hann sýnir það á næstu tveimur eða þremur árum að hann getur haldið áfram að spila svona vel þá getum við kannski byrjað að bera þá saman.“


Tengdar fréttir

Salah sló met Torres og nálgast Rush

Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, sló í gær met Fernando Torres um flest mörk skoruð á sínu fyrsta tímabili fyrir Liverpool. Salah nálgast einnig met Ian Rush.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×