Fótbolti

Southgate: Walker og Stones spila vel saman

Dagur Lárusson skrifar
Walker í baráttunni við Depay í gær.
Walker í baráttunni við Depay í gær. vísir/getty
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Engalands, fékk töluverða gagnrýni fyrir leik liðsins gegn Hollandi í gær fyrir að velja Kyle Walker sem miðvörð í þriggja manna varnarlínu Englands en hann hefur útskýrt þá ákvörðun.

Kyle Walker spilar yfirleitt sem hægri bakvörður og hefur ekki verið þekktur fyrir það að spila frábæran varnaleik í gegnum tíðina og því voru ekki allir stuðningsmenn parsáttir fyrir leikinn.

Southgate útskýrði ákvörðun sína eftir leikinn í gær.

„Þú verður að velja leikmann sem líður vel að verjast úti á kannti og einnig á miðjum velli og hann hefur sýnt það í vetur. Hann er mikill íþróttamaður og hraði hans bætir vörnina okkar.“

„Þegar við sjáum hann spila með City þá endar hann yfirleitt í þessari stöðu hvort sem er. Við vissum einnig að hann spilar mjög vel með John Stones og samband þeirra er eitthvað sem Guardiola vinnur að í hverri viku og því vissum við að þetta myndi virka,“ sagði Southgate.

England vann leikinn 1-0 en Jesse Lingard skoraði eina mark leiksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×