Enski boltinn

Mourinho: Fólk með heila skilur stöðuna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jose Mourinho er mjög pirraður í viðtölum þessa dagana
Jose Mourinho er mjög pirraður í viðtölum þessa dagana Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er ekki þekktur fyrir að halda aftur af sér í viðtölum og bregst oft illa við gagnrýni.

Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni í vetur en liðið þarf kraftaverk til að hrifsa Englandsmeistaratitilinn af Manchester City sem er með 16 stiga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar. Þá er liðið úr leik í Mestaradeild Evrópu og tapaði í 8-liða úrslitum deildarbikarsins.

„Ég skil að fólk er leitt yfir því að við vorum slegin út úr Meistaradeildinni en ég skil ekkert meira en það,“ sagði Portúgalinn í viðtali við CNN.

„Í fótboltasögunni út um allan heim, ekki bara á Englandi, þá koma tímar þar sem bestu liðin eru að ganga í gegnum breytingar og svo eru tímar þar sem liðin ná endurteknum sigurm. Þetta eru fasar sem lið ganga í gegnum.“

„Í augnabliinu er eitt lið augljóslega betra en við og betur undirbúið og svo eru 18 lið fyrir aftan okkur. Eitt fyrir framan, 18 fyrir aftan.“

„Fólk sem er með heila, fólk sem veit eitthvað, fólk sem veit hvernig íþróttir eru, það skilur að við erumað ganga í gegnum breytingar,“ sagði Jose Mourinho.

Þar sem alþjóðlegt landsleikjahlé ríkir í fótboltanum þessa dagana er næsti leikur Manchester United ekki fyrr en sunnudaginn 31. mars. Þá mætir liðið Swansea á heimavelli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×