Sport

Joshua: Ég lífgaði deildina við

Dagur Lárusson skrifar
Anthony Joshua.
Anthony Joshua. vísir/getty
Anthony Joshua, þungavigtarmeistari, segir að hann sé fremsti þungavigtarboxarinn í heiminum og hann hafi sett nýtt líf í deildina.

Þessi ósigraði 28 ára Englendingur getur bætt sínum þriðja heimsmeistaratitli í safnið sitt ef hann sigrar Joseph Parker næstkomandi laugardag.

Joshua varð heimsmeistari snemma á ferlinum en hann hefur boðið öllum sínum andstæðingum til þess að koma að horfa á bardaganna Cardiff.

„Ég hef ekki áhyggjur af þeim sem eru fyrir aftan mig. Ég er fremsti boxari heims, ég leiði hópinn og þannig mun það haldast,“ sagði Joshua.

„Þeir eru allir velkomnir, þeir mega allir koma og horfa á bardaganna því það vekur einnig athygli á því hvað ég er að gera hérna á Bretlandseyjum.“

„Ef ég væri ekki í þessari deild þá væri hún dauð, það væri enginn að fylgjast með henni. Deildin var dauð, en ég lífgaði hana við.“

Þrátt fyrir velgengnina telur Joshua að hann geti ennþá bætt sig.

„Ég sækist eftir fullkomnun. Ég hef verið að boxa núna í 10 ár, þannig ég hef lært mikið en ég get lært ennþá meira og fengið ennþá meira sjálfstraust.“

Box

Tengdar fréttir

Joshua: Ég virði ekki Fury

Þungavigtarmeistarinn Anthony Joshua, segist ekki virða fyrrverandi þungavigtarmeistarann Tyson Fury en hann sé samt sem áður til í að berjast við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×