Íslenski boltinn

FH fær hægri bakvörð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Egill og Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, handsala samninginn.
Egill og Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, handsala samninginn. vísir/twitter síða FH
Hin sautján ára gamli Egill Darri Makan Þorvaldsson er genginn í raðir FH og skrifað hann undir tveggja ára samning við félagið.

Egill, sem er sonur markahróksins Þorvalds Makan Sigurbjörnssonar, hefur leikið með HK og Breiðabliki á sínum yngri flokka ferli. Hann er hægri bakvörður en FH-liðið er fámennt í þeirri stöðu er eins og sakir standa.

Egill hefur verið fastamaður í U17 ára landsliði Íslands og hefur hann leikið tíu leiki fyrir liðið. Síðast lék hann með liðinu á móti í Hvíta-Rússlandi þar sem liðið endaði í sjöunda sæti.

Hann á enn eftir að leika meistaraflokksleik en hann er einnig gjaldgengur í 2. flokk félagsins. Cédric D'Ulivo er eini hægri bakvörður FH eins og stendur en hann er meiddur.

Skotinn Robbie Crawford hefur veirð að spila hægri bakvörðinn en hann spilaði sem miðjumaður á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×