Fótbolti

Aron Einar: Því stærri sem við verðum því meiri áhugi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar Gunarsson, fyrirliði Íslands, segir að áreitið sem fylgi íslenska landsliðinu sé partur af því hversu liðið hefur stækkað og orðið vinsælla á síðustu árum.

„Mér líður vel og er jákvæður,” sagði Aron Einar í samtali við Guðmund Benediktsson og tökulið Stöðvar 2 sem er með íslenska landsliðinu í Bandaríkjunum þessa daganna. Hann segir að áreitið trufli ekki.

„Við gerum okkur ekki alveg grein fyrir því hversu mikill áhugi þetta verður í Rússlandi. Það verður mikið áreiti en það er bara fínt að klára auglýsingar og annað af í þessari ferð.”

„Síðustu tveir dagarnir fara alveg í fótbolta og mikið af fundum og æfingum inn á milli. Þetta er partur af þessu og því stærri sem við verðum því meiri áhugi. Þetta er fínt test fyrir okkur,” sagði Aron.

Allt innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan en Ísland og Mexíkó mætast í nótt klukkan 02.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×