Fótbolti

Messi að glíma við þrálát meiðsli

Dagur Lárusson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. vísir/getty
Lionel Messi segir að að hann sé búinn að vera að glíma við meiðsli aftan á læri í einhvern tíma en hann missti t.d. af sigri Argentínu gegn Ítalíu í gær.

Að margra mati er Messi besti leikmaður heims en hann segir að hann hafi ekki áhyggjur af þáttöku sinni á HM í sumar þrátt fyrir þessi meiðsli.

„Ég hef verið að glíma við þessi meiðsli í einhvern tíma núna. Ég vil auðvitað alltaf spila en HM er ekki fyrr en eftir rúma tvo mánuði. Við ákváðum þess vegna að ég myndi hvíla í þessum leik en ég er vongóður um að ná leiknum gegn Spáni í vikunni.“

Þjálfari Argentínu, Jorge Sampoli, sagði að hann hafði hugsað sér að láta Messi spila gegn Ítalíu.

„Ég var búinn að ákveða það að Messi myndi spila leikinn en svo fór hann að finna fyrir meiðslunum og þess vegna tókum við þá ákvörðun að hann yrði hvíldur.“

Eins og vitað er þá er Argentína með Íslandi í riðli á HM í sumar og er það ljóst að einhverjir Íslendingar myndu finna fyrir miklum létti ef að Messi væri fjarri góði góðu gamni þegar liðin mætast.


Tengdar fréttir

Messi: Ísland er sýnd veiði en ekki gefin

Lionel Messi, fyrirliði argentíska landsliðsins í knattspyrnu og besti knattspyrnumaður heims undafarin ár, virðist bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu í knattspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×