Fótbolti

Zlatan útilokar ekki að spila á HM

Dagur Lárusson skrifar
Sjáum við Zlatan á HM í sumar?
Sjáum við Zlatan á HM í sumar? vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic, nýjasti leikmaður LA Galaxy, segir að hann útiloki það ekki að taka landsliðsskónna af hillunni fyrir HM í sumar.

Zlatan sagði skilið við sænska landsliðið eftir að liðið náði ekki að komast á EM 2016 en eftir það náðu Svíar að tryggja sig inná HM eftir sigur á Ítalíu í umspili í nóvember.

Aðspurður út í mögulega endurkomu sagði Zlatann að þjálfarateymi Svíþjóðar sé mjög spennt fyrir því.

„Öll mín einbeiting fer í LA Galaxy núna, kynnast liðsfélögunum, læra um félagið og borgina sjálfa.“

„Þegar ég er búinn að því öllu þá er kominn tími til þess að taka ákvörðun um næsta skref. Þeir eru að hringja í mig á hverjum degi og spurja hvernig ég hef það, hvað ég vilji gera og hver staðan sé á mér.“

„Ég ætla bara að taka eitt skref í einu. Ef mér líður vel og ég tel mig geta spilað þá mun ég halda öllum möguleikum opnum. Þetta hefur ekkert að gera með liðið, þetta snýst um mig, ef ég vil þetta þá er ég mættur en ef ég vil þetta ekki þá breytist ekkert.“


Tengdar fréttir

Zlatan á leið til Bandaríkjanna

Zlatan Ibrahimovic hefur yfirgefið Manchester United eftir að hann og félagið hefði komist að sameiginlegri niðurstöðu um að rifta samningnum, eins og Vísir greindi frá í dag. Zlatan er á leið til Bandaríkjanna.

United leysir Zlatan undan samningi

Zlatan Ibrahimovic hefur fengið leyfi til þess að yfirgefa Manchester United óski hann þess. BBC greinir frá þessu.

LA Galaxy staðfesti Zlatan

Bandaríska liðið LA Galaxy staðfesti komu sænska framherjans Zlatan Ibrahimowic á Twitter síðu sinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×