Fótbolti

Heimir: Hinn dæmigerði Íslendingur er fullur bjartsýni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Ísland, segir að Íslendingar séu fullir bjartsýni fyrir heimsmeistaramótið en samt sem áður séu þeir einnig raunsæir. Hann segir þjóðina ekki vera hissa á að Ísland hafi komist á HM.

„Íslendingar eru venjulega mjög bjartsýnir þannig að þeir eru ekkert að hissa að við séum komnir á HM,” sagði Heimir á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Mexíkó í nótt.

„Þau bjuggust við því að við ynnum alla og kæmumst á HM. Þannig eru Íslendingar en við erum líka raunsæir. Þótt við töpum leik erum við bjartsýnir fyrir þann næsta. Það er hinn dæmigerði Íslendingur; fullur bjartsýni.”

Það voru ekki margir sem trúðu því að Ísland myndi gera eitthvað á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum en þeim skjátlaðist heldur betur.

„Það var augnablikið þegar við gengum inn á leikvanginn og þá hugsaði maður að við værum kannski of litlir fyrir þetta. Svo sýndum við fram á að það var ekki.”

„Við gerðum jafntefli við Portúgal og lékum svo fjóra leiki án þess að tapa. Ég held að tilfinningin verði sú sama en við erum núna reynslunni ríkari,” sagði Heimir.

Allt innslagið má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×