Fótbolti

Helltu bjór yfir farþega og köstuðu glösum í lögregluna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Englendingar í stuði í kvöld en nokkrir þeirra urðu sér algjörlega til skammar.
Englendingar í stuði í kvöld en nokkrir þeirra urðu sér algjörlega til skammar. vísir/getty
Tæplega hundrað enskir stuðningsmenn voru handteknir fyrir vináttulandsleik Englands gegn Hollandi en leikið var í Amsterdam í kvöld.

Jesse Lingard skoraði eina mark leiksins en fyrir leikinn voru 90 enskir stuðningsmenn handteknir. Lögreglan staðfesti í samtali við Sky Sports um miðjan dag í dag að um 28 höfðu verið handteknir en sú tala hækkaði eftir því sem leið á daginn.

Stuðningsmennirnir eiga að hafa misst stjórn á skapi sínu vegna ofdrykkju. Þeir köstuðu bjór glösum í átt að lögreglumönnum og slasaðist meðal annars einn lögreglumaður við eina handtökuna.

Það var ekki eina sem enskir stuðningsmenn voru að gera sér til skammar í Hollandi í dag. Myndbönd sýndu einnig stuðningsmenn að hella bjór yfir farþega sem voru að sigla á hjólabát í gegnum borgina.

Algjörlega óásættanleg hegðun og spurning hvernig enskir stuðningsmenn munu standa sig á HM í Rússlandi næsta sumar en þeir voru til vandræða á EM í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×