Enski boltinn

Giroud: Verð að skora fleiri mörk

Dagur Lárusson skrifar
Olivier Giroud.
Olivier Giroud. vísir/getty
Olivier Giroud, leikmaður Chelsea, segir að hann hafi búist við því að skora fleiri mörk eftir að hafa gengið til liðs við Chelsea en hann hefur gert hingað til.

Giroud gekk til liðs við Chelsea frá Arsenal í janúar síðastliðnum en síðan þá hefur hann skorað aðeins eitt mark í átta leikjum fyrir liðið.

Giroud segir að honum líði vel á Stamford Bridge og hann hennti vel leikstíl Conte, en hann eigi þó að vera búinn að skora fleiri mörk.

„Ég er ánægður með aðlögun mína, með þær móttökur sem ég hef fengið og það samband sem ég hef með liðsfélögum mínum.“

„En þú verður hinsvegar að setja þér miklar kröfur. Ég skrifaði undir hjá Chelsea til þess að fá nýja áskorun. En þegar þú ferð í nýtt lið í janúar þá er það alltaf erfiðara heldur en að sumri til því þá hefur þú styttri tíma til þess að aðlagast.“

„Ég gæti og í raun ætti að vera búinn að skora fleiri mörk. Þegar ég lít á tölfræðina þá er ég viss um það að hún sé ekki nægilega góð, aðeins eitt mark og þrjár stoðsendingar í fimm leikjum í deildinni.“

Næsti leikur Chelsea verður gegn Tottenham þann 1. apríl á Stamford Brige.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×