Formúla 1

Hamilton verður á ráspól

Dagur Lárusson skrifar
Lewis Hamilton eftir lokahringinn.
Lewis Hamilton eftir lokahringinn. vísir/getty

Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum um helgina fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt.

Hamilton átti frábæran lokahring í tímatökunni en hann var 0,7 sekúndum á undan Kimi Räikkönen sem var í öðru sæti en Sebastian Vettel hjá Ferrari var í þriðja sæti en það munaði nánast engu á tíma Räikkönen og Vettel.

Í fjórða og fimmta sætinu komu síðan ökumenn Red Bull, þeir Max Verstappen og Daniel Ricciardo. Ricciardo fékk þó akstursvíti og færðist því niður í áttunda sæti.

Fernando Alonso hjá McLaren endaði síðan í ellefta sæti í tímatökunni.

Lewis Hamilton var í harðri baráttu við Vettel og Verstappen fyrir lokahringinn og segir Hamilton að lokahringur hans hafi verið sérstakur.

„Lokahringurinn var klárlega ekki venjulegur. Að keyra þennan hring og fá eins mikið úr dekkjunum og ég gat á meðan ég hélt mér inná brautinni var mjög erfitt,“ sagði Hamilton.

„Þessi hringur var klárlega einn sá besti um helgina. Ég er mjög, mjög ánægður með hann. Einn minn besti frá upphafi.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.