Fótbolti

Íslensku stelpurnar upp um eitt sæti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stelpurnar okkar tóku níunda sætið.
Stelpurnar okkar tóku níunda sætið. vísir
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta færir sig upp um eitt sæti á styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem gefinn var út í dag.

Ísland er í 19. sæti listans og fer eins og áður segir upp um eitt sæti, úr því 20.

Frá því síðasti listi var gefinn út gerði Ísland jafntefli gegn Evrópumeisturum Hollands og tvö jafntefli gegn Dönum, silfurliði EM, á Algarve mótinu í Portúgal.

Hollendingar eru í 7. sæti listans og Danir í því 13. Bandaríkin sitja á toppnum og þar á eftir koma England og Þýskaland.

Ísland á fram undan tvo leiki í undankeppni HM, gegn Slóveníu 6. apríl og Færeyjum 10. apríl. Slóvenar eru í 62. sæti listans en Færeyjar í 74.

Besti árangur Íslands á listanum er 15. sæti sem stelpurnar náðu árið 2011.

Efstu 20 sæti heimslista kvenna:

1. Bandaríkin

2. England

3. Þýskaland

4. Kanada

5. Frakkland

6. Ástralía

7. Holland

8. Brasilía

9. Svíþjóð

10. Norður-Kórea

11. Japan

12. Spánn

13. Danmörk

14. Noregur

15. Ítalía

16. Suður-Kórea

17. Kína

18. Sviss

19. Ísland

20. Nýja-Sjáland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×