Fleiri fréttir

Upptökur bendi til fjöldasjálfsmorðs

Indverska lögreglan segir upptökur úr öryggismyndavélum renna stoðum undir þá kenningu að andlát 11 fjölskyldumeðlima í Nýju-Delí hafi ekki borið að með saknæmum hætti.

Íhugar framboð gegn Trump

Lögmaðurinn Michael Avenatti, sem varið hefur hagsmuni klámstjörnunnar Stormy Daniels í málarekstri hennar gegn Bandaríkjaforseta, íhugar nú alvarlega að bjóða sig fram gegn Donald Trump, sækist hann eftir endurkjöri í forsetakosningunum árið 2020.

Hvítabjörn drap Kanadamann

Kanadískur karlmaður lést eftir samskipti sín við hvítabjörn í norðurhluta landsins á þriðjudag. Maðurinn er sagður hafa fórnað lífi sínu svo að börnin hans gætu komist undan.

Hjólakeppni sýnir breytingar á loftslaginu

Hópur belgískra vísindamanna við Háskólann í Ghent hefur skráð afleiðingar loftslagsbreytinga með því að horfa á myndskeið af hjólakeppni í Flæmingjalandi í norðurhluta Belgíu í aprílbyrjun á tímabilinu 1981 til 2016.

Klifraði upp á Frelsis­styttuna til að mót­mæla inn­flytj­enda­stefnu Trump

Kona tók sig til og klifraði upp á Frelsisstyttuna í New York í dag, 4. júlí, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, til að mótmæla innflytjendastefnu Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna mótmæla konunnar og var Liberty Island, eyjan sem styttan stendur á, rýmd vegna konunnar.

Stórt framfaraskref fyrir samkynhneigða í Hong Kong

Áfrýjunardómstóll í Hong Kong hefur úrskurðað að samkynja makar skuli njóta sömu réttinda og gagnkynhneigð pör þegar kemur að innflytjendalöggjöf. Þykir þetta stórt framfaraskref fyrir réttindi hinsegin fólks í Hong Kong.

Trump studdist við frétt sem var „uppdiktað kjaftæði“

Donald Trump Bandaríkjaforseti virðist hafa verið að vitna í vafasama frétt frá Fox News þegar hann fullyrti í gær að forveri sinn Barack Obama hefði boðist til að veita 2500 írönskum ráðamönnum ríkisborgararétt til að liðka fyrir kjarnorkusamningum.

Lát Aleshu rannsakað sem morð

Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð.

Skipta flugeldum út fyrir dróna

Bæjaryfirvöld í Aspen munu ekki bjóða upp á árlega flugeldasýningu í tilefni þjóðhátíðardags Bandaríkjanna, sem er í dag.

Kengúra á flótta í Danmörku

Lögreglan á Suður-Jótlandi í Danmörku birti í morgun nokkuð óvenjulega tilkynningu á Twitter-síðu sinni.

Lést á Uluru

Japanskur ferðamaður lést er hann reynti að klífa fjallið helga Uluru í Ástralíu.

Óttast aðra eitrun í Salisbury

Viðbúnaður er mikill í héraðinu Wiltshire á Englandi eftir að par, karl og kona á fertugsaldri veiktust alvarlega af völdum eitrunar.

Sjá næstu 50 fréttir