Erlent

97% Bandaríkjamanna segjast stoltir af þjóðerni sínu

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
USA! USA! USA!
USA! USA! USA! Vísir/Getty
Aldrei hafa færri Bandaríkjamenn verið stoltir af þjóðerni sínu en nú samkvæmt nýrri könnun frá Gallup. Í fyrsta sinn segist innan við helmingur gríðarlega stoltur af því að hafa fæðst í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það segjast aðeins 3% ekki finna fyrir neinu stolti vegna þjóðernis síns.

Alls segjast 47% aðspurðra gríðarlega stoltir af því að vera bandarískir. Það er umtalsvert lægra hlutfall en svaraði sömu spurningu játandi fyrir fimmtán árum, þá sögðust 70% vera að rifna úr stolti yfir þjóðerninu.

Könnunin hefur verið gerð árlega frá því árið 2001Gallup
Augljós aukning varð á þjóðarstolti eftir hryðjuverkaárásirnar í New York og Washington árið 2001. Sú þróun snerist við eftir að líða fór á stríðið í Írak án þess að gjöreyðingarvopn hefðu fundist.

Ef teknir eru saman allir sem finna fyrir einhverju stolti vegna þjóðernis gera það um 97%. Það þýðir að aðeins 3% Bandaríkjamanna finna ekki fyrir sérstöku stolti sem slíkir. 

Gallup
Séu niðurstöðurnar greindar eftir stjórnmálaskoðunum er ljóst að fylgjendur Demókrataflokksins eru síður en svo ánægðir með gang mála eftir að Trump stjórnin tók við, stolt þeirra af Bandaríkjunum hefur hríðlækkað.

Mesta stoltið mældist meðal hvítra, eldri karlmanna með litla menntun. Það er sami hópur og hallast til repúblikana. Því virðist vera öfug fylgni á milli frjálslyndis og þjóðernisstolts vestanhafs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×